Myndir úr öllum áttum

img_0344.jpg

Næstu viðburðir...

No current events.

Gettu nú !

Hver er fyrsti Harleymótorinn sem kom 1340cc ?
 
Króm mót sól

Formáli

Króm mót Sól er lag sem samið var um Óskabörn Óðins árið 1998 þeim til
hvatningar en þó aðallega til skemmtunar. Lagið er óspart brúkað á
samkomum meðlima og eru þeir ákaflega stoltir af því..

 


 


Króm mót sól

Í ryki með rent upp í háls, riddarar malbiks og stáls
Fretandi fara um slóð, fantar með ólgandi blóð

 

Þeir tappana tosa úr stút, og tæma flöskurnar út
Myndast makalaus foss, er þeir... míga og æla í kross

 

Krómið þeir mót keyra sól, Óskabörn...............

 

Má að morgni dags sjá, mörkarla drattast á stjá
Daginn þeir byrja á bjór, bölvandi rymja í kór

 

Tækin trekkja af stað, tæta um malbikað hlað
Öllu aka í steik, ef... ætla í sandkassaleik

 

Krómið þeir mót keyra sól, Óskabörn...............

 

Á sumrin sukka í flokk, sveittir með leðraðan skrokk
Vekja upp virðingu og ugg, veltast með tóbak og brugg

 

Konur, kempurnar þrá, vel kíldir með tattooin blá
En hver þarf að hnoða slíkt hnoss, ef hjólið er faðmlag og koss

 

Krómið þeir mót keyra sól, Óskabörn...............

 

Heiðnir þeir hallast af sið, hugsa ekki um Jesú og frið
Í Valhöll vilja sér stað, ef víkingar gúddera það

 

Alfaðir Óðinn hann sér, allt sem, klúðrum við hér
Stoltur hann horfir úr höll, hrærður á Óskabörn öll

 

Krómið þeir mót keyra sól, Óskabörn...............

 

Texti: Keli