Myndir úr öllum áttum

360.jpg

Næstu viðburðir...

No current events.

Gettu nú !

Hver er fyrsti Harleymótorinn sem kom 1340cc ?
 
Minning látinna félaga

  

Stofnandi klúbbsins

Steinþór Stefánsson var stofnandi Óskabarna Óðins MC og á heiðurinn að hönnun á bakmerki klúbbsins. Fæddur 10.nóvember 1961, lést  af slysförum 27.mars 1988, aðeins 27 ára gamall.

 

 

Steinþór í Fræbbblunum eins og hann var oft kallaður, var bassaleikari Fræbbblana frá 1980. Nánar um Steinþór í Fræbbblunum.

 

Steinþór Samdi mikið, bæði fyrir Fræbbblana sem og fjöldan allan af ljóðum sem alltof sjaldan sjást. Hér að neðan förum við með eitt ljóð úr bók hans frá 1984

 

Heim!

Frá því rann heilt haf til sjávar,

en kannski var það bara einn dropi,

einn einasti dropi.

Á leið heim, orðlaus í myrkrinu,

Sé ég fólk fálma sig áfram,

hrasa og rekast á.

Fólk sem ég þekki, þekki ekki,

allt jafn ókunnugt.

Það snertir mig ekki.

Aleinn hraða ég mér

en með hverju skerfi, hverri reynslu ..........

Þó ég sé þar er ég samt á leið heim.

 

Eins og gamall vinur hans orðaði svo vel: Steinþór var bráðgáfaður maður sem lét ekki segja sér fyrir verkum, frábær tónlistarmaður og síðast en ekki síst, yndisleg mannvera!

 

Morgunblaðið 10. apríl 1988 minningargrein